Hide

Problem S
Skattmann

Languages en is
/problems/skattmann/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af commons.wikimedia.org

Þú varst að fá útborgað, allar tölur frá $1$ og upp í $n$ eru nú í eigu þinni eftir strembinn mánuð. En því miður eru hlutir ekki svo einfaldir, því það á eftir að borga skatt. Þú sest því niður á móti Skattmann og hefst þá leikur. Þú mátt taka eina tölu í einu af tölunum $1$ og upp í $n$ til að eiga. En þegar þú tekur töluna $m$ þá tekur Skattmann allar tölur $d$ sem ganga upp í $m$, og ef engin slík tala er eftir þá máttu ekki taka $m$ því það þarf að taka skatt af öllu. Því má til dæmis ekki byrja á að taka $1$. Í lokin tekur svo Skattmann allar tölur sem eftir eru.

Markmið þitt er að borga sem minnstan skatt, alla vega strangt minna en $50\% $. Til dæmis ef $n = 13$ getum við byrjað á að taka $13$ og Skattmann tekur þá $1$. Ef við tökum næst $9$ tekur Skattmann $3$. Tökum svo $10$ og Skattmann tekur bæði $2$ og $5$. Tökum $8$, Skattmann tekur $4$. Loks tökum við $12$ og Skattmann tekur $6$. Þá eru $7$ og $11$ eftir, en við getum ekki tekið þær, svo skatturinn tekur báðar. Samtals fáum við $52$ en skatturinn $39$, svo okkur tókst ætlunarverk okkar.

Inntak

Inntakið inniheldur eina heiltölu $4 \leq n \leq 10\, 000$.

Úttak

Skrifið út eina línu með einni heiltölu sem gefur fjölda talna sem þið ætlið að taka. Á næstu línu prentið út hvaða tölur þið takið, í þeirri röð sem þið takið þær, með bili á milli talna.

Stigagjöf

Lausnin verður keyrð á 100 mismunandi prófunartilfellum. Ef lausnin skilar ógildu svari fást engin stig. Ef dómaralausnin fær summuna $s$ og þið skilið summunni $x$ fæst $(4x - n(n + 1)) / (4s - n(n + 1))$ stig fyrir það tilfelli, í minnsta lagi $0$ stig og í mesta lagi $1$ stig samt. Þetta þýðir að fyrir að fá nákvæmlega helminginn fást $0$ stig, sem hækkar línulega upp í $1$ stig eftir sem þið nálgist dómaralausn.

Prófunartilfellum hefur verið skipt í tvo jafnstóra flokka, $50$ prófunartilfelli í hvorum flokk fyrir sig. Um annan flokkinn gildir að $4 \leq n \leq 1\, 000$, en um hinn gildir að $1\, 000 < n \leq 10\, 000$.

Sample Input 1 Sample Output 1
7
3
7 4 6
Sample Input 2 Sample Output 2
13
5
13 9 10 8 12