Problem D
Pinni Frændi
Languages
en
is
Hannes var að panta sér flatböku, en var enn og aftur búinn að gleyma PINinu á kortinu sínu. Sem betur fer var það vistað undir Pinni frændi í símanúmeralista síma hans, svo hann gat flett því upp. Meðan hann var ennþá að skoða númerið fékk hann staðfestingarkóða frá Panucci’s Pizza. Það vildi svo skemmtilega til að PINnið hans og staðfestingarkóðinn voru eins! Hverjar eru eiginlega líkurnar á því? Kóðinn er valinn af handahófi og eru allir mögulegir kóðar af réttri lengd jafn líklegir. Kóðinn getur aðeins innihaldið tölustafi $0$ til $9$.
Inntak
Fyrsta og eina línan inniheldur eina heiltölu $n$, fjölda stafa í PINinu og staðfestingarkóðanum.
Úttak
Skrifaðu út líkurnar á að kóðinn og PINnið séu eins. Þetta skal prenta sem nákvæmt tugabrot. Ekki skal prenta auka núll.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
50 |
$1 \leq n \leq 4$ |
2 |
50 |
$5 \leq n \leq 1\, 000$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
4 |
0.0001 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
8 |
0.00000001 |