Problem T
Veður
                                                                Languages
                        
                            
                                                                    en
                                                                    is
                                                            
                        
                                                                
  
      Tákna má vindspá fyrir höfuðborgarsvæðið með tvívíðu korti af reitum þar sem hver tala inniheldur vindhraðann á þeim reit. Þar sem veðrið er svona slæmt finnst fólki í lagi að fara lengri leiðir en vanalega til að komast á leiðarenda, en það vill bara komast á leiðarenda í sem minnstum vindi. Það er hægt að ferðast milli aðlægra reita á kortinu (upp, niður, hægri og til vinstri en ekki á ská) og vill fólk fara leiðina sem lágmarkar hæsta vindstigið sem það verður fyrir á leiðinni.
Áður en ofurtölva veðurstofunnar fauk burt var búið að finna út úr því hvaða leið allir áttu að fara, en það glötuðust upplýsingarnar um hvað mesta vindstigið yrði á leiðinni. Þar sem fólk þarf að vita hversu undirbúið það þarf að vera þarf að finna út úr þessu.
Inntak
Fyrsta línan í inntakinu inniheldur tvær heiltölur $n$ og $m$ ($1 \leq n, m \leq 10^5$), hæð og breidd kortsins. Einnig gildir að $1 \leq n\cdot m \leq 10^5$.
Síðan koma $n$ línur, hver með $m$ tölum $v_{i,j}$ ($1 \leq v_{i,j} \leq 10^{18}$), sem tákna vindhraðann á reit kortsins í línu $i$ og dálki $j$.
Næst kemur ein lína með heiltölu $q$ ($1 \leq q \leq 10^5$) sem er fjöldi einstaklinga sem þurfa að fá að vita mesta vindstig sem þeir verða fyrir.
Loks fylgja $q$ línur með fjórum heiltölum hver $l_1, d_1, l_2, d_2$ ($1 \leq l_1, l_2 \leq n$ og $1 \leq d_1, d_2, \leq m$). Þetta táknar fyrirspurn um mesta vindstig sem einstaklingur verður fyrir á leiðinni frá reitnum í línu $l_1$ og dálki $d_1$ yfir á reitinn í línu $l_2$ og dálki $d_2$.
Úttak
Fyrir hverja fyrirspurn í inntakinu, skrifið út eina línu með heiltölu sem táknar mesta vindstigið sem einstaklingurinn þarf að þola ef hann velur leiðina á sem bestan hátt.
Stigagjöf
| 
           Hópur  | 
        
           Stig  | 
        
           Takmarkanir  | 
      
| 
           1  | 
        
           30  | 
        
           $q = 1$  | 
      
| 
           2  | 
        
           30  | 
        
           $l_1 = d_1 = 1$  | 
      
| 
           3  | 
        
           40  | 
        
           Engar frekari takmarkanir  | 
      
| Sample Input 1 | Sample Output 1 | 
|---|---|
          3 4 3 4 2 2 9 9 9 8 1 1 1 3 4 3 1 3 3 1 1 3 1 1 1 1 4 2 2 2 2  | 
        
          1 8 4 9  | 
      
