Hide

Problem D
Stigagjöf

Keppnin í ár mun vera með aðeins öðru sniði en fyrri keppnir. Ein stærsta breytingin (fyrir utan krúttlegri hóp af dæmasmiðum en nokkurntíman hefur sést áður) er stigagjöfin.

Fyrir hvert dæmi er hægt að fá stig á bilinu $0$ til $100$. Því fleiri stig, því betra. Hvert lið má senda inn eins margar lausnir og það vill. Ef mörgum lausnum hefur verið skilað í sama dæmi, þá er það lausnin sem fékk flestu stigin sem gildir, og þessi lausn ákvárðar stigafjöldann fyrir þetta dæmi.

Heildarstigafjöldi liðs er svo summa stiga sem liðið hefur fengið fyrir hvert dæmi. Liðum er svo raðað í lækkandi röð eftir heildarstigafjölda. Ef tvö lið hafa sama heildarstigafjölda, þá er liðið sem fékk þennan heildarstigafjölda á undan sem er ofar á stigatöflunni.

Í þessu dæmi þurfið þið hvorki að spá í heildarstigafjölda né tíma. Þið fáið gefið nafn á dæmi, svo lista af lausnum sem lið hefur sent inn, og eigið að finna stigafjöldann sem liðið hefur fyrir uppgefið dæmi.

Inntak

Á fyrstu línu er nafnið á dæminu sem spurt er um. Á annarri línu kemur heiltala $1 \leq N \leq 100$ sem táknar fjölda lausna sem liðið hefur skilað inn. Svo fylgja $N$ línur. Hver af þessum línum táknar lausn sem liðið hefur skilað inn, og samanstendur af heiltölunni $1 \leq t\leq 360$, sem segir á hvaða mínútu lausninni var skilað inn, nafninu á dæminu sem lausninni er ætlað, og loks heiltölunni $0 \leq s\leq 100$ sem táknar stigafjöldann sem lausnin fékk. Nöfn dæmanna munu aðeins innihalda enska lágstafi og tölustafi, og lausnirnar koma inn í hækkandi röð eftir tíma.

Úttak

Ein lína með stigafjöldanum sem liðið hefur fyrir dæmið sem spurt er um.

Útskýring á sýnidæmum

Í fyrsta sýnidæminu er spurt um dæmið stigagjof, en liðið er búið að skila þremur lausnum í það dæmi. Af þessum lausnum fékk önnur lausnin hæsta stigafjöldann, $100$. Þetta er því stigafjöldinn sem liðið hefur fyrir þetta dæmi, og er því svarið.

Í öðru sýnidæminu er spurt um dæmið budarkassi2. Liðið hefur skilað tveimur lausnum í það dæmi, og af þeim fékk betri lausnin $60$ stig.

Í þriðja sýnidæminu er spurt um dæmið budarkassi1. Liðið hefur ekki skilað neinum lausnum í það dæmi, og hefur liðið því engin stig fyrir þetta dæmi, og svarið er $0$.

Stigagjöf

Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.

Hópur

Stig

Önnur skilyrði

1

50

Eina dæmið sem kemur í inntakinu er dæmið sem spurt er um

2

50

 
Sample Input 1 Sample Output 1
stigagjof
3
10 stigagjof 50
15 stigagjof 100
33 stigagjof 50
100
Sample Input 2 Sample Output 2
budarkassi2
7
10 stigagjof 50
15 stigagjof 100
20 budarkassi2 60
25 budarkassi1 40
33 stigagjof 50
35 budarkassi1 100
40 budarkassi2 40
60
Sample Input 3 Sample Output 3
budarkassi1
1
2 stigagjof 100
0

Please log in to submit a solution to this problem

Log in