Bitaflipp

Turing vél samanstendur af tveimur meginhlutum. Fyrst er band sem skipt hefur verið í litlar einingar, og eru þær númeraðar í hækkandi röð frá $1$. Á hverri einingu er skrifað annaðhvort tölustafurinn $0$ eða tölustafurinn $1$. Ofan á þessu bandi er svo haus. Þessi haus er yfir einni einingu í einu, en hann getur fært sig fram og til baka á milli eininganna. Hausinn getur einnig lesið af og skrifað á eininguna sem hann er yfir. Þessa vél er svo hægt að forrita til að leysa sömu verkefni og nútíma tölvur geta leyst.

\includegraphics[scale=0.35]{machine.png}
Figure 1: Mynd af Turing vél ásamt bandinu úr fyrsta sýnidæminu.

Gunnar litli er búinn að vera að æfa sig í að forrita svona Turing vél. Nýjasta forritið hans byrjar með hausinn á einingu númer $i$. Hausinn skoðar töluna sem skrifuð er í núverandi einingu. Ef hún er $1$, þá skrifar hausinn $0$ yfir töluna, en ef hún er $0$, þá skrifar hausinn $1$ yfir töluna. Svo fer hausinn á eininguna til hægri. Þetta er endurtekið alveg þar til hausinn er búinn með einingu $j$.

Sem dæmi, segjum að Gunnar litli keyri forritið með $i=5$ og $j=7$ á bandinu sem sýnt er í myndinn að ofan. Hausinn byrjar þá á einingu $5$. Hausinn breytir þar $0$ í $1$, og fer á reit $6$. Þar breytir hausinn $0$ í $1$, og fer á reit $7$. Þar breytir hausinn $1$ í $0$. Núna er hausinn búinn með reit $j=7$ og stoppar. Á bandinu mun því standa 1 0 0 1 1 1 0 þegar vélin er búin.

Gunnar litli hefur mjög gaman af þessu. Hann er búinn að vera að keyra forritið sitt með mismunandi böndum og mismunandi gildum á $i$ og $j$, sem uppfylla þó $1 \leq i \leq j \leq N$ þar sem $N$ er fjöldi eininga í bandinu. Núna er hann með band sem honum finnst mjög áhugavert, og hann veltir fyrir sér hver er hæsti mögulegi fjöldi eininga sem innihalda töluna $1$ eftir að hann keyrir forritið á þetta band, ef hann velur $i$ og $j$ á besta mögulegan hátt.

Inntak

Í fyrstu línu er ein heiltala $N$ sem táknar fjölda eininga í bandinu. Þar á eftir fylgir lína með $N$ tölum, sem eru annaðhvort $0$ eða $1$, sem táknar upphaflega innihald eininganna í röð frá $1$ til $N$.

Úttak

Úttak á að innihalda eina línu með heiltölu sem táknar hæsta mögulega fjölda eininga sem innihalda töluna $1$ eftir að forritið er keyrt, ef $i$ og $j$ eru valin á besta mögulegan hátt.

Útskýring á sýnidæmum

Bandið í fyrsta sýnidæminu er sýnt í myndinni að ofan. Það inniheldur $7$ einingar. Í þessu sýnidæmi er hæsti fjöldi eininga með tölunni $1$ hægt að fá með því að keyra forritið með $i=2$ og $j=6$, og eru þá $6$ einingar með töluna $1$.

Í seinna sýnidæminu eru þegar allar einingarnar með töluna $1$. En Gunnar litli þarf að keyra forritið nákvæmlega einu sinni. Ef hann keyrir forritið með $i=1$ og $j=1$ þá eru $2$ einingar eftir með töluna $1$, og er það hæsti fjöldinn sem hægt er að enda með.

Stigagjöf

Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.

Hópur

Stig

Inntaksstærð

1

25

$ 1 \leq N \leq 100$

2

25

$ 1 \leq N \leq 1\, 000$

3

50

$ 1 \leq N \leq 10^5$

Sample Input 1 Sample Output 1
7
1 0 0 1 0 0 1
6
Sample Input 2 Sample Output 2
3
1 1 1
2