Hide

Problem J
Tónlistarlisti

Languages en is
/problems/tonlistarlisti/file/statement/is/img-0001.png

Atli er mjög óskipulagður og er aðeins með einn lista af lögum til að hlusta á. Öll lög sem honum líkar fara efst í einn sameiginlegan lista af lögum, og þegar hann hlustar á tónlist byrjar hann á efsta laginu og hlustar á þau í röð. Ef hann er búinn að hlusta á öll lögin byrjar fyrsta lagið að spila aftur.

Einhverra hluta vegna getur forritið sem hann notar til að hlusta á tónlist ekki sýnt hvað hann hefur hlustað oft á hvert lag. Því biður hann þig um að útbúa forrit sem getur haldið utan um slíkt. Hann telur aðeins með skipti þar sem hlustað er á lag frá byrjun til enda án þess að pása.

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur eina heiltölu $q$, fjöldi fyrirspurna.

Næst koma $q$ línur, hver með einni fyrirspurn. Þær byrja á einum bókstaf sem gefur til kynna tegund fyrirspurnar. Ef línan byrjar á $P$ kemur næst jákvæð heiltala $\leq 10^9$, fjöldi sekúndna sem Atli hlustaði á tónlist. Atli byrjar alltaf efst í listanum og pásar um leið og tíminn er runninn upp. Ef línan byrjar á $L$ kemur næst strengur með nafni lags og svo heiltala, lengd lagsins í sekúndum. Þetta merkir að Atli bætti þessu lagi efst í tónlistarlistann sinn, eða eyddi því út ef það var þegar í listanum. Ef línan byrjar á $Q$ kemur næst strengur með nafni lags. Prenta á þá út hversu oft Atli hefur hlustað á lagið. Nöfn laga innihalda einungis enska lágstafi og undirstrik. Samtals lengd nafna allra laga í inntaki er mest $2 \cdot 10^6$. Tónlistarlistinn er tómur í upphafi, og Atli mun aldrei hlusta á tónlist meðan listinn er tómur. Engin tvö ólík lög hafa sama nafn.

Úttak

Fyrir hverja fyrirspurn sem byrjar á $Q$ skal prenta hversu oft Atli hefur hlustað á samsvarandi lag.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

$1 \leq q \leq 1\, 000$, lög eru aldrei fjarlægð úr lista, sérhvert lag hefur lengd $1$

2

20

$1 \leq q \leq 1\, 000$, lög eru aldrei fjarlægð úr lista

3

30

$1 \leq q \leq 5 \cdot 10^5$, lög eru aldrei fjarlægð úr lista

4

30

$1 \leq q \leq 5 \cdot 10^5$

Sample Input 1 Sample Output 1
3
L roundabout 509
P 7200
Q roundabout
14
Sample Input 2 Sample Output 2
8
L uufo 239
L ghoul 271
L ghost 349
P 858
P 619
P 9139
L mystery_circles_ultra 239
Q ghoul
11
Sample Input 3 Sample Output 3
13
Q nymphis_fae
L spider_dance 106
L crab_rave 256
P 824
L alchemy 300
L crab_rave 256
P 1000
Q crab_rave
L infestation 274
L sea_shanty_two 128
L crab_rave 256
P 1577
Q crab_rave
0
2
4