Hide

Problem B
ASCII kassi

Languages en is
/problems/asciikassi/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin úr safni Forritunarkeppni Framhaldsskólanna

Í dag er Forritunarkeppni Framhaldsskólanna hýst á Kattis, sem sér um að fara yfir lausnir keppanda jafnóðum og þær berast. Það er búið að sjálfvirknivæða ferlið að mestu leyti, en þetta var ekki alltaf svona.

Fyrir einhverjum árum síðan fóru dómarar á milli keppanda til að athuga hvort að úttakið hjá hverju og einu teymi væri rétt. Þetta var framkvæmt með því að biðja keppendur um að setja blað á tölvuskjáinn sinn til að gera dómurunum vart um að keppandinn taldi sig hafa leyst dæmi. Dómarinn bað svo keppandann um að keyra upp forritið og slá inn ákveðið inntak sem dómarinn valdi og staðfesti að úttakið væri rétt.

Aðal dómarinn á þessum tíma, Algrímur, þarfnast aðstoðar þinnar við að dæma ákveðið verkefni. Algrímur er vanur að skrifa lausn fyrir dæmin, og prentar út á pappír úttakið fyrir ákveðin inntök. En Algrímur er búinn að vera of upptekinn til að skrifa sína eigin lausn.

Verkefnið sem um ræðir felst í því að teikna kassa í úttakið, með aðeins táknunum |, -, +, og bili.

Vinstri og hægri hliðarnar á kassanum skulu vera teiknaðar með tákninu |, á meðan efri og neðri hliðarnar eru teiknaðar með tákninu -. Horn skulu vera teiknuð með tákninu + og inní kassanum eru einungis bil.

Getur þú skrifað lausn fyrir Algrím svo að hann geti prentað úttakið út?

Inntak

Fyrsta og eina línan í inntakinu inniheldur töluna $N$, sem táknar hliðarlengd kassans að innan.

Úttak

Skrifið út kassa af stærð $N \times N$. Athugaðu að fjöldi bila í úttakinu þarf að vera nákvæmlega réttur og ekki má hafa nein bil fyrir utan kassann, annars er lausnin dæmd röng.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

$0 \leq N \leq 3$

2

80

$0 \leq N \leq 1\, 000$

Sample Input 1 Sample Output 1
0
++
++
Sample Input 2 Sample Output 2
1
+-+
| |
+-+
Sample Input 3 Sample Output 3
2
+--+
|  |
|  |
+--+