Hide

Problem E
Núll og tveir

Languages en is
/problems/nullogtveir/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com
Arnar og Arnar eru að skoða tölur saman. Arnar er eingöngu hrifinn af tölustafnum $0$ á meðan Arnar er eingöngu hrifinn af tölustafnum $2$. Þar sem Arnar og Arnar eru vinir þá eru þeir báðir sáttir við tölur sem hafa uppáhalds tölustaf hvors annars rétt eins og sína eigin uppáhalds tölustafi. Tölur mega hinsvegar alls ekki innihalda aðra tölustafi.

Tölurnar $20$, $2\, 002$, $0$ og $2$ eru því ásættanlegar en $54$, $173$ og $120\, 120$ eru það ekki.

Nú hafa Arnar og Arnar safnað saman öllum tölunum frá $0$ upp í $n$, hæstu tölunni sem þeir kannast við. Þeir vilja vita hversu margar tölur eru í safninu þeirra sem þeir eru sáttir með, en þeir kunna ekki að telja. Geturðu hjálpað þeim að telja tölurnar?

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur eina heiltölu $n$ ($1 \leq n \leq 10^{50}$), hæstu töluna sem Arnar og Arnar kannast við.

Úttak

Skrifið út fjölda talna í safninu sem Arnar og Arnar eru sáttir með.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

10

$n \leq 10^{3}$

2

15

$n \leq 10^{6}$

3

20

$n \leq 10^{18}$

4

25

$n = 10^{k}$, þar sem $0 \leq k \leq 50$ ($n$ er á forminu $100\dots $)

5

30

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
10
2
Sample Input 2 Sample Output 2
221
7
Sample Input 3 Sample Output 3
123456
32