Problem B
Búðarkassi 2
Snædís var að fá sitt fyrsta starf! Hún vinnur á búðarkassa í stórri verslun, og nú bíður hennar löng röð af viðskiptavinum sem hún þarf að afgreiða. Hver viðskiptavinur kemur með körfu fulla af vörum, og auðvitað kostar hver vara einhverja upphæð. Stundum kaupir viðskiptavinur mörg eintök af sömu vörunni, og þá þarf Snædís að margfalda fjöldann með einingarverðinu til að reikna heildarverðið.
Þó Snædís sé mjög góð í stærðfræði væri hún til í að fá aðstoð við að reikna heildarkostnaðinn þegar viðskiptavinur kaupir mörg eintök af sömu vörunni, til að flýta fyrir. Getur þú hjálpað henni?
Inntak
Ein lína með tveimur heiltölum $N$ og $K$, aðskildum með bili, þar sem $N$ táknar fjölda eintaka sem viðskiptavinurinn ætlar að kaupa, og $K$ táknar einingarverðið á vörunni.
Úttak
Ein lína með heildarkostnaðinum.
Útskýring á sýnidæmum
Í fyrsta sýnidæmi ætlar viðskiptavinurinn að kaupa $10$ eintök af vöru sem kostar $13$ krónur. Heildarverðið er því $10\times 13 = 130$ krónur.
Stigagjöf
Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.
Hópur |
Stig |
Inntaksstærð |
1 |
40 |
$ 1 \le N,K \le 1\, 000$ |
2 |
60 |
$ 1 \le N,K \le 10^5$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
10 13 |
130 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
7 6 |
42 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
100000 100000 |
10000000000 |