Hide

Problem A
Búðarkassi 1

Snædís var að fá sitt fyrsta starf! Hún vinnur á búðarkassa í stórri verslun, og nú bíður hennar löng röð af viðskiptavinum sem hún þarf að afgreiða. Hver viðskiptavinur kemur með körfu fulla af vörum, og auðvitað kostar hver vara einhverja upphæð. Snædís þarf að reikna heildarkostnaðinn á því sem viðskiptavinurinn ætlar að kaupa, og gerir það með því að leggja saman kostnaðinn á öllum vörunum.

Þó Snædís sé mjög góð í stærðfræði væri hún til í að fá aðstoð við að reikna heildarkostnaðinn á vörunum til að flýta fyrir. Getur þú hjálpað henni?

Inntak

Á fyrstu línu er ein heiltala, $1 \leq N\leq 100$, sem táknar fjölda vara sem viskiptavinurinn ætlar að kaupa. Þar eftir fylgja $N$ línur, hver með heiltölu $1\leq x \leq 1\, 000$ sem táknar verðið á einni vöru.

Úttak

Ein lína með heildarkostnaðinum.

Útskýring á sýnidæmum

Í fyrsta sýnidæmi er viðskiptavinurinn með $4$ vörur sem kosta $100$, $200$, $10$ og $30$ krónur. Heildarverðið er því $100 + 200 + 10 + 30 = 340$ krónur.

Stigagjöf

Lausn fær $100$ stig fyrir að leysa verkefnið, $0$ stig annars.

Sample Input 1 Sample Output 1
4
100
200
10
30
340
Sample Input 2 Sample Output 2
1
42
42

Please log in to submit a solution to this problem

Log in